Minningarsjóður Guðfinns A.
Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Guðfinn Aðalsteinsson, stuðningsmann KS, og er stofnupphæð kr. 300.000,- veitt af fjölskyldu Guðfinns.
Sjóðnum er ætlað að styðja fjárhagslega við þá iðkendur KS sem kallaðir eru til landsliðsæfinga, valdir eru í landslið Íslands í yngri flokkum eða þurfa á annan hátt fjárhagslegan stuðning vegna knattspyrnuiðkunnar sinnar. Jafnframt er sjóðnum ætlað að styðja við sérstök verkefni á vegum félagsins til uppbyggingar yngri flokka starfi og tekur stjórn KS ákvörðun um hvaða verkefni er styrkt úr sjóðnum á ári hverju.
Stjórn félagsins hverju sinni fer með umsjón sjóðsins. Iðkendur þurfa að sækja um í sjóðinn og er veitt úr honum einu sinni á ári, á aðalfundi félagsins og eru þá teknar fyrir umsóknir og metur stjórn hvaða aðili hlýtur styrk úr sjóðnum. Aðeins einn aðili á ári hverju hlýtur styrk úr sjóðnum.
Pæjumótið mun styrkja sjóðinn með kr. 50.000,- króna framlagi á ári hverju auk þess sem sjóðurinn verður auglýstur og einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum er gefinn kostur á að veita fjárframlög í hann.
Sjóðurinn skal ávallt nema að lágmarki 60% af stofnupphæð hans, uppreiknað miðað við neysluverðsvísitölu nema annað verði samþykkt með 2/3 atkvæða á aðalfundi félagsins.
Fyrst verði úthlutað úr sjóðnum til einstaklings á árinu 2006.
Þeim aðilum sem áhuga hafa á að styrkja sjóðinn er bent á reikning í Íslandsbanka, 0563-14-600239, kt. 700169-3839