Getraunir

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar stendur fyrir mjög svo öflugu starfi þegar kemur að getraunaleikjum, bæði á Siglufirði og Ólafsfirði.
Á Siglufirði er tippað í bakaríinu á laugardagsmorgnum og eru þeir Grétar Sveins, Ægir Bergs og Valur Bjarna í forsvari fyrir leikinn þar.
Á Ólafsfirði er tippað á föstudagskvöldum frá kl.20-22 og eru þeir Þorri, Heiðar, Gulli og Doddi í forsvari og hittast menn í vallarhúsi KF.
Starfið fer fram frá hausti og fram á vor þar sem tippað er á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þeir sem vilja vera með eru hvattir til þess að hafa samband við ofangreinda og taka þátt í skemmtilegum leik.

Munið að notast við getraunanúmer KF þegar þið skiptið við íslenska getspá hvar á landi sem er því að það skilar félaginu umtalsverðri fjárhæð á ári hverju. Getraunanúmer KF er 580.

Áfram KF!