3. umferð KF Getrauna á Ólafsfirði
Þá er 3. umferð getraunaleiksins lokið. Úrslit helgarinnar voru nokkuð eftir bókinni og greinilegt hverjir eru að leika sér að eldinum og aðrir ekki. Skorið var allt frá 3 réttum og upp í 12 rétta! Það var lið Krummana sem áttu bæði lægsta og hæðsta skora helgarinnar. Gulli Sigursveins og Helgi Barða misstu aðeins taktinn og gáfu eftir toppsætin. Óli Hjalli og Óskar Ágústs komu hlægjandi upp á toppinn með Ásgeir Frímanns sem heldur áfram að spila óaðfinnanlega. Þeir þrír eru á toppnum með 28 stig.
Liðakeppnin er ekkert minna spennandi en þar voru heldur betur sviptingar á toppnum. Hrétar og Geimir voru þæginlegir á toppnum eftir síðustu umferð og kannski of þæginlegir þar sem þeir tóku bara 9 rétta og féllu niður í 3-10 sæti. Óli Björn og Tútturnar sýndu liðum hvar davíð keypti ölið og komu skellihlægjandi upp á toppinn með 29 stig.
Nóg er eftir og nægur tími til þess að koma sér í toppbaráttuna ! skor helgarinnar má sjá hér https://kfbolti.is/urslit-og-stada-2/
ÁFRAM KF