Lengjubikarinn 2019

KSÍ hefur opinberað riðlaskiptingu Lengjubikarsins fyrir komandi tímabil en leikið er í A, B og C deild, bæði í karla og kvenna flokki.
KF spilar í B-deild en í þeirri deild eru 4 riðlar. KF spilar í riðli 1 ásamt Víðir í garði, Skallagrím, Tindastól, Reyni Sandgerði og Kára Akranes.
Leikin er einföld umferð og toppliðið úr hverjum riðli fyrir sig í B-deild fer í úrslitakeppni, samtals 4 lið. Mótið hefst 24. Febrúar hjá KF, en þá heimsækir Skallagrímur okkur.
KF mun leika heimaleiki sína í Boganum á Akureyri.
Leikir KF:
KF – Skallagrímur Boginn Akureyri 24.02.2019
Kári – KF Akraneshöllin 03.03.2019
KF – Víðir Boginn Akureyri 10.03.2019
Tindastóll – KF Sauðárkróksvöllur 23.03.2019
Reynir S – KF Reykjaneshöllin 30.03.2019
ÁFRAM KF