Æfingar loksins heima!

KF strákarnir hófu æfingar loksins á Ólafsfirði núna á mánudaginn og er mikil gleði í hópnum að æfa loksins heima! KF hefur þurft að æfa inná Akureyri bæði í boganum og svo núna þegar fór að vora á KA-svæðinu.

Ég heyrði í einum bæjarbúa og sagði hún að sumarið væri ekki komið fyrr en hún sæi strákana æfa á Ólafsfjarðarvelli.

Völlurinn hefur litið betur út á þessum árstíma, en undanfarnar vikur hefur verið unnið hörðum höndum að koma vellinum í gott stand fyrir komandi leik á laugardaginn 2. júní.

KF leikur gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði á laugardaginn kl 16:00. Þetta er sjómannadagsleikur og vona strákarnir svo sannarlega að sjá sem flesta gera sér góðan dag og styðja þá til sigurs!33943274_10156591116786155_7026312801127759872_n.jpg33899730_10156591117506155_2320622081873543168_n

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s