KSÍ úthlutar 200 milljónum til aðildarfélaga KSÍ

KSÍ greiðir 200 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna HM í Rússlandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til
knattspyrnutengdra verkefna félaganna. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum sl. 2 ár, 2017 og 2018.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar fær í sinn hlut rúmlega 1,6 mkr. frá framlagi KSÍ. Engar kvaðir liggja fyrir um noktun á þessum fjármunum en stjórn KSÍ beinir eftirfarandi tilmælum til félaga:
„Þess er vænst að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma. Þannig gefst tækifæri til að byggja betur undir framtíðar landsliðsfólk Íslands og stuðla þannig að enn betri líkum á þátttöku Íslands í úrslitakeppnum karla og kvenna á komandi árum hvort heldur er heimsmeistaramótum eða Evrópukeppnum.