KF – Magni // 2.umferð í Mjólkurbikar keppni karla

Á laugardaginn næstkomandi mætast KF og Magni frá Grenivík í 2. umferð Mjólkurbikar keppni karla 2019. Leikurinn verður spilaður á gervigrasinu á KA-vellinum þar sem að Ólafsfjarðarvöllur er ekki alveg orðinn leikfær. Leikurinn hefst klukkan 14:00

Magni Grenivík spilar í Inkasso-deildinni líkt og síðasta ár þar sem liðið náði með minnsta mun að halda sér uppi í deild þeirra næst bestu. Magni þurfti ekki að spila í 1.umferð Mjólkurbikarsins en koma inn núna í 2. umferð.

KF vann Nökkva eftir æsispennandi leik þar sem þurfti að framlengja. Liðið var alls ekki upp á sitt besta en ætla sér svo sannarlega stærri hluti í þessum leik.

KF og Magni mættust á sama tíma í fyrra í sömu keppni og þar hafði Magni yfirburði og vann leikinn 5-0.

Sigurvegarinn úr þessari viðureign kemst í 32. liða úrslit þar sem Pepsi Max liðin koma inn í keppnina. KF ætlar sér svo sannarlega er gera allt til þess að komast áfram í þessari frábæru keppni.

Við hvetjum alla stuðningsmenn KF til þess að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs.

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s