Síðasti heimaleikurinn KF – Reynir S

Nú fer senn að líða á enda í 3. deild karla og er komið að síðasta heimaleik tímabilsins. Síðastir en alls ekki sístir sem mæta í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll eru Reynir frá Sandgerði. Liðin mættust fyrr í sumar í sandgerði þar sem leikar enduðu með 1-5 sigri hjá okkar mönnum.

Mynd: GuðnýÁg
Reynir S kom aftur upp í 3. deild í ár eftir fall árið 2018. Liðið er mjög vel mannað af ungum og efnilegum leikmönnum ásamt reynslu miklum mönnum sem hafa spilað í efstu deild m.a.
Reynir S byrjaði illa í sumar en náðu að rétta úr kútnum og hafa þeir t.d. unnið 4 af síðustu 5 leikjunum og sitja þeir núna í 5 sæti með 35 stig þar sem þeir munu enda þar sem vængir eru í 4. sæti með 41 stig og Höttur/Huginn með 24 stig og aðeins 6 stig í pottinum.
KF hefur aðeins higstað í toppbaráttunni í síðustu tveimur leikjum og hefur það gefið KV von um að ná KF. KF hinsvegar þarf bara einn sigur í síðustu tveimur leikjunum eða þá KV að misstíga sig svo að sæti í 2. deild sé tryggt. KF gerði 2-2 jafntefli í síðasta leik gegn Vængjum júpíters í hörku leik þar sem 3 rauð spjöld fóru á loft þar sem KF fékk tvö af þeim.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 á laugardaginn 14. september og hvetjum við ALLA stuðningsmenn KF að mæta á leikinn og styðja KF til sigurs.
ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF