Einherji – KF // Síðasti leikur tímabilsins

Á morgun, föstudaginn 20. september er komið að síðasta leik tímabilsins. KF fer í smá ferðalag á Vopnafjörð þar sem þeir mæta Einherja.

KF tryggði sér sæti í 2. deild á næsta ári eftir frækinn sigur gegn Reynir S síðustu helgi þar sem KF vann 4-1 sigur. Tímabilið í heild hefur verið frábært og liðið verið mjög stöðugt í allt sumar og fara upp um deild nokkuð sannfærandi.
KF er með 48 stig þegar einn leikur er eftir með 15 sigra, 3 jafntefli og 3 töp. KF hefur skorað 56 mörk þar sem Alexander Már hefur skorað 27 mörk og er lang markahæðstur í deildinni.

Einherji hefur átt bara meðal tímabil og eru þeir í 7 sæti með 24 stig eftir 21 leik. Einherji hefur unnið 6 leiki, gert 6 jafntefli og tapað 9 leikjum. Einherji er á mjög slæmu gengi undanfarið og hefur liðið ekki náð í sigur í síðustu 7 leikjum.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:30 og hvetjum við alla til að gera sér ferð á vopnafjörð og hvetja okkar menn til sigurs.

KF heldur svo uppskeruhátíð á laugardaginn á Kaffi Rauðku þar sem gert verður upp tímabilið með stuðningsmönnum.

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

Screen Shot 2019-09-18 at 22.41.30

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s