Tímabilinu lokið!

Nú um helgina fór fram síðasta umferð í 3. deild karla tímabilið 2019. Toppbaráttunni var lokið fyrir síðustu umferð og voru það okkar menn í KF sem fóru upp um deild ásamt Kórdrengjum sem urðu deildarmeistarar.
Botnbaráttan var ögn meira spennandi og voru nokkur lið að berjast fyrir lífi sínu í deildinni sem endaði með að Skallagrímur og KH sem féllu niður í 4.deild.

Screen Shot 2019-09-12 at 21.29.47.png

KF endaði í 2. sæti í 3.deild

Tímabilið hjá KF var í alla staði frábært og endaði liðið með 51 stig af 66 mögulegum. 16 sigrar komu í hús, 3 jafntefli og 3 töp. KF skoraði næst flest mörk í deildinni og voru þau 58 í heildina. KF fékk einnig fæst mörk á sig af öllum liðum í deildinni og voru þau einungis 26 í heildina.

Stuðningur frá ykkur íbúar Fjallabyggðar og á landinu öllu var frábær í sumar og viljum við koma þökkum á alla sem tóku þátt í sumrinu með okkur, án ykkar væri þetta ekki eins gaman og hlökkum við til að sjá ykkar að ári.

Lokahóf Knattspyrnufélags Fjallabyggðar fór fram á Kaffi Rauðku síðastliðinn laugardag þar sem Leikmenn, stjórnarmenn og stuðningsmenn komu saman og fögnuðu árangri sumarsins.
Verðlaun voru veitt fyrir Besta leikmanninn, ungan og efnilegan, markahæsti leikmaðurinn og svo Nikulásarbikarinn sem er veittur fyrir mestu framfarir. Þeir sem hrepptu þessi verðlaun eru eftirfarandi;
Besti leikmaður: Alexander Már Þorláksson
Ungur og efnilegur: Þorsteinn Már Þorvaldsson
Markahæstur: Alexander Már Þorláksson

Einnig voru nokkrir einstaklingar sem fengu þakklætisvott fyrir sitt framlag til Knattspyrnufélagsins og voru það, Guðný Ágústsdóttir sem hefur staðið á hliðarlínunni á öllum heimaleikjum í KF í öllum veðrum og vindum og tekið frábærar ljósmyndir af leikmönnum.
Tryggvi Marteinn sem hefur einnig staðið í fjölmiðlastúkunni og tekið upp leiki KF. Höfðingjarnir í dósamótökunni á Siglufirði sem hafa sinnt óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi fyrir félagið til fjölda ára.
Hákon Leó Hilmarsson sem hefur auglýst leiki KF og sinnt Facebook og heimasíðu KF síðustu tvö ár.
Anna Hermína sem hefur staðið á leikjum KF og séð um miðasöluna með miklum krafti og dugnað.
Hjónin í Aðalbakaríinu á Siglufirði, þau Elín Þór Björnsdóttir og Jakob Örn Kárason sem séð hafa fyrir brauði sem stuðningsmenn og leikmenn hafa fengið að gæða sér á á leikdögum.
Stjórn KF og leikmenn, þökkum þessu fólki enn og aftur fyrir allt sem þau hafa gert fyrir félagið! Án ykkar væri þetta ekki eins. TAKK FYRIR

Screen Shot 2019-09-23 at 22.24.32.png

Andri Snær ásamt forseta Nikulásarklúbbsins Ægir Ólafsson

 

Screen Shot 2019-09-23 at 22.24.01.png

Þorsteinn Már Þorvaldsson

Screen Shot 2019-09-23 at 22.24.12.png

Alexander Már Þorláksson

Screen Shot 2019-09-23 at 22.25.05.png

ÁFRAM KF

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s