Sindri – KF – upphitun

3. deild karla hefur verið í sumarfríi í rúmar tvær vikur og eru 17 dagar síðan KF sigraði Einherja á Ólafsfjarðarvelli 3-1. KF mætir Sindra frá höfn í hornafirði á sunnudaginn klukkan 14:00 og er langt ferðaleg fyrir höndum. KF leggur af stað á laugardaginn og gista þeir á Fáskúsfirði til þess að stytta sér ferðalagið á leikdegi til Hafnar.KF-Fjallabyggd.png

KF er með 16. stig eftir 12 leiki og eru í sjöunda sæti deildarinnar. Með sigri getur KF komist í 19 stig. Sigur kemur liðinu í toppbaráttu fyrir síðurstu 5 leiki þar sem KH er í öðru sæti með 24 stig.

Sindri berjast hinsvegar fyrir lífi sínu í deildinni og sitja þeir í 9 sæti deildarinnar með 10 stig. Ægir er hinsvegar með 7 stig á botninum.

Fyrri leikur liðanna var leikinn 2. júní á Ólafsfjarðarvelli í alls ekkert sérstökum aðstæðum þar sem Ólafsfjarðarvöllur var að koma illa undan vetri og vorur sirka 20 M/sek og skelltu Sindra menn KF 0-3.

Screen Shot 2018-08-10 at 21.35.11.png

Síðustu 7 viðureignir KF- Sindra

Tölfræðin er ekki að vinna með KF fyrir þennan leik en samkvæmt KSÍ hafa liðin mæst 7 sinnum á síðustu 4 árum og hefur KF unnið 1 leik, 1 leikur hefur farið jafntefli og hefur Sindri unnið 5 leiki. KF hefur skorað 5 mörk í þessum viðureignum á meðan Sindri hefur skorað 15. KF hefur verið að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun á meðan Sindri sem byrjuðu ágætlega hafa verið í frjálsu falli. Það má búast við hörku leik á Höfn á sunnudaginn kemur.

Við hvetjum alla stuðningsmenn KF á austurlandi og landinu öllu að koma á leikinn og hvetja strákana til sigurs.

ÁFRAM KF

Screen Shot 2018-08-10 at 21.35.25.png

Staðan í deildinni fyrir leikinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s