iðnaðarsigur á Höfn!

KF strákarnir okkar lögðu af stað í skemmtilega ferð á austfirðina um helgina. Eftir æfingu á laugardaginn lögðu þeir af stað til Fáskrúðsfjarðar og gisti allur hópurinn saman á Hótel Bjarg.

Hópurinn á Fáskrúðsfirði
Á sunnudeginum lá svo leiðin til Djúpavogs í morgunmat og strákarnir mjög ferskir og stemmning var í hópnum. Af stað héldu þeir til Hafnar í Hornafirði þar sem Sindramenn tóku á móti okkur. Sólin skein, 15 stiga hiti og smá andvari. Vallaraðstæður voru upp á 10 og allt gjörsamlega fullkomið til knattspyrnuiðkunar.
Leikurinn hófst klukkan 14:00 og það sást strax að KF ætlaði að ná inn marki snemma. KF stjórnaði leiknum vel og náðu góðu spili upp völlinn. Sindra menn reyndu að sækja en okkar menn höfðu svör við þeirra sóknarleik. Þegar leikurinn var aðeins 14 mínútna gamall fær KF aukaspyrnu hægra megin á vellinum og Aci tekur spyrnuna og smellir boltanum beint á Friðrik Örn Ásgeirsson sem skorar sitt fyrsta mark fyrir KF og kemur KF í 1-0. KF fékk þó nokkur færi og hefðu þeir átt að nýta færin betur og þá hefði seinni hálfleikur geta orðið þæginlegur.
Seinni hálfleikur var mjög frábrugðin fyrri hálfleiknum. Sindra menn mættu mjög vel til leiks og náðu þeir að stoppa allt uppspil hjá KF. Sindramenn stjórnuðu spilinu vel og lengi án þess þó að ná skoti á markið. KF spilaði mjög agaðan varnaleik og náðu alltaf að bægja hættunni frá. KF fékk þó nokkrar skyndisóknir sem þeir brenndu af. Leik lauk svo með 1-0 sigri okkar manna.

Staðan eftir 13. umferðir
Með þessum sigri kemst KF upp í 19. stig og lyftir sér upp í 5-6 sæti. KF er núna aðeins farið að banka upp á hjá efstu liðunum og er liðið aðeins 5 stigum frá KH sem situr í öðru sæti með 24 stig.
5 umferðir eru eftir að tímabilinu og 15 stig í pottinum. KF á erfitt en spennandi prógram eftir þar sem liðið á eftir að spila gegn 4 liðum sem eru í fyrstu fimm sætunum og með hagstæðum úrslitum gæti liðið blandað sér í að berjast um að fara upp um deild, en tvö efstu sætin fara upp um deild.

Síðustu 5 leikir sem KF á eftir
KF er komið í smá vandamál með gul spjöld og eru þó nokkrir leikmenn komnir með 3 gul spjöld og tveir með 5 gul. Ef leikmaður fær fjögur gul spjöld fer leikmaður í leikbann í 1 leik og aftur í leikbann ef leikmaður fær 7 gul spjöld. Friðrik Örn og Hákon Leó eru komnir með 5 gul spjöld og Ljubamir Delic, Andri Snær, Jakob Auðun, Grétar Áki og Aksentije Milisic eru allir komnir með 3 gul spjöld og því í hættu á að fara í leikbann.
Næsti leikur er Laugardaginn 18. Ágúst á Ólafsfjarðarvelli gegn vængjum júpíters. Vængir eru með 20 stig í 4. sæti. Við óskum eftir að allir stuðningsmenn KF mæti á leikinn og styðji okkar menn til sigurs. Með sigri opnast toppbaráttan heldur betur og er því leikurinn mjög mikilvægur fyrir lokaumferðirnar.
Upphitun fyrir leikinn kemur inn þegar nær dregur að leiknum.
ÁFRAM KF