KF – Vængir Júpíters upphitun

3. deild karla heldur áfram á fullu núna um helgina og fer fram heil umferð á morgun(Laugardaginn 18. ágúst) í 3. deildinni. Spennan er heldur betur farin að magnast, bæði í topp og botnbaráttunni.
Okkar menn í KF spila klukkan 14:00 á Laugardaginn og fá þeir í heimsókn Vængi júpíters úr Grafarvoginum.
Vængir Júpíters sitja í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig og hafa þeir skorað 23 mörk og fengið á sig 21 mark. Vængir hafa verið í löngu fríi en þeir spiluðu síðast 29. júlí gegn Einherja og unnu þeir 2-1 í Grafarvoginum.
KF situr hinsvegar í 6. sæti deildarinnar með 19. stig eftir 1-0 sigur gegn Sindra, síðastliðin sunnudag á Höfn í Hornafirði.KF hefur skorað 20 mörk og fengið á sig 18 mörk. KF hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið eftir erfiða byrjun og með sigri á morgun getur liðið blandað sér vel inn í toppbáráttuna.

Síðustu 3 leikir KF gegn vængjum
KF og vængir júpíters hafa einungis mæst þrisvar og hafa Vængir júpíters unnið tvo og KF einn. KF fór í Grafarvoginn í fyrri umferðinni þann 9. júní og töpuðu þeir 2-0.
Ólafsfjarðarvöllur er ekkert grín fyrir útilið að spila á og hefur KF unnið 5 leiki í sumar á heimavelli og tapað einungis einum. Vængir Júpíters gengur þó ágætlega á útivöllum deildarinnar og hafa þeir unnið 2, gert 1 jafntefli og tapað 3.
Leikurinn á morgun er rosalega mikilvægur fyrir bæði lið og mun þessi leikur útkljá það hvaða lið ætlar að blanda sér í toppbaráttuna á lokasprettinum. Við hvetjum því alla stuðningsmenn KF að mæta og hvetja okkar stráka til sigurs. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á laugardaginn 18. Ágúst.
ÁFRAM KF