ÆGIR – KF Upphitun

Ægir er næsti mótherji KF og verður leikið á laugardaginn 25. Ágúst klukkan 16:00 á Þorlákshafnarvelli.

Nú er staðan þannig í deildinni að öll lið fyrir ofan okkur hafa leikið sinn leik í 15. umferð 3.deildar og er staðan ágæt fyrir KF.
Dalvík gerði 1-1 jafntefli við Einherja, KH tapaði óvænt gegn Vængjum Júpíters 2-0 og KFG vann Augnablik svo 3-2.

Screen Shot 2018-08-23 at 22.30.47.png

Staðan í deildinni fyrir leik KF og Ægis

Staðan er þá þannig að Dalvík situr á toppi deildarinnar með 31 stig, KFG í 2.sæti með 26 stig, KH í því þriðja með 24 stig, Vængir í því fjórða með 23 stig og svo koma okkar menn KF í því fimmta með 22 stig og eiga leik inni gegn Ægir. Með sigri á Ægir getur KF komið sér í 25 stig og þar af leiðandi aðeins einu stigi frá öðru sætinu þegar þrír leikir eru eftir.

Fyrri leikur liðanna var leikinn á Ólafsfjarðarvelli þann 15. júní og vann KF sanngjarnan 2-0 sigur.
Frá árinu 2014 hafa KF og Ægir spilað 10 sinnum innbyrðis og hefur KF unnið fjóra, þrír hafa farið jafntefli og þrír hafa tapast. KF hefur skorað 10 mörk meðan ægir hafa skorað 14 mörk.

Screen Shot 2018-08-23 at 22.30.31.png

Innbyrðis viðureignir KF og Ægis

KF hefur ferðalagið sitt á morgun og er stefnan sett á Stokkseyri þar sem gist verður á hóteli þar til þess að hlaða batteríin fyrir átök laugardagsins. Strákarnir eru vel einbeittir fyrir leikinn og ætla þeir sér klárlega að koma sér nær toppnum fyrir lokaumferðirnar.

Tveir leikmenn verða í banni í leiknum á laugardaginn og eru það Andri Snær Sævarsson(nr.25) og Ljubomir Delic(nr.24) en þeir eru í banni þar sem þeir eru komnir með fjögur gul spjöld.

ÁFRAM KF

Screen Shot 2018-08-23 at 22.39.21

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s