Sigur í Þorlákshöfn – umfjöllun í boði Héðinsfjarðar.is og Arion Banka

KF mætti Ægi á Þorlákshafnarvelli í gær í lokaleik 15. umferðar Íslandsmótsins. KF hefur sótt hart að efstu liðum deildarinnar síðustu umferðir og hefur unnið sig frá miðri deild og upp í toppbaráttuna. Búist var við hörkuleik í dag en Ægir berst fyrir lífi sínu í deildinni og KF sækir hart að 2. sæti deildarinnar. Leikurinn fór fram í björtu veðri og var hiti rúmlega 12 stig og aðstæður fínar. Einnig var frábært að sjá að þónokkuð margir stuðningsmenn KF gerðu sér leið til Þorlákshafnar til þess að styðja við bakið á okkar mönnum.

Ljubomir Delic og Andri Snær Sævarsson voru ekki í liði KF í dag vegna leikbanns, en inná voru í staðinn Björn Andri og Kristófer Andri. Bæði lið fengu færi í upphafi leiks, en það voru gestirnir í KF sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 14. mínútu, og var þar að verki fyrirliðinn, Grétar Áki eftir góða sendingu frá Birni Andra, sem hefur mátt þola að vera á bekknum í síðustu leikjum þrátt fyrir að vera markahæsti maður liðsins í sumar.

Fljótlega eftir markið fékk Ægir aukaspyrnu á hættulegum stað og úr varð dauðafæri þar sem einn leikmaður Ægis skaut yfir markið í opnu færi. Þegar leið á fyrri hálfleik, þá meiddist annar aðstoðardómurinn og gat ekki haldið áfram, en enginn auka dómari var á þessum leik. Leikurinn var því stopp í allnokkrar mínútur þar til búið var að finna aðila sem tók að sér hlutverk aðstoðardómara.

Staðan var 0-1 í hálfleik, en á 61. mínútu missir Ægir leikmann að velli, og léku þeir einum færri síðasta hálftímann.  KF fær svo tvö dauðafæri í síðari hálfleik, en markmaður Ægis gerði mjög vel að verja frá Aksentije Milisic og aftur frá Austin Diaz. Aksentije Milisic fékk svo annað dauðafæri en setti bolta í slánna, og var KF óheppið að vera ekki komnir í 0-3 í síðari hálfleik.

KF gerði fyrstu skiptingu sína á 75. mínútu þegar Austin Diaz fer útaf fyrir Halldór Loga. Þegar komið var fram í uppbótar tíma þá gerir KF tvær skiptingar til að reyna hægja á leiknum, en þá fór Grétar Áki útaf fyrir Hrannar Snæ og Björn Andri fyrir Sævar Þór.

KF náði að landa dýrmætum sigri á Þorlákshafnarvelli, og voru lokatölur 0-1. Með þessu sigri er KF komið upp í 3. sæti deildarinnar og er aðeins einu stigi frá KFG, þegar þrír leikir eru eftir.

KF leikur næst við KH í hrikalega mikilvægum leik á Ólafsfjarðarvelli, laugardaginn 1. september kl. 14:00. Með góðum stuðningi áhorfenda er allt hægt í Ólafsfirði.

Umfjöllun á Héðinsfjörður.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s