KF spáð 4. sæti!
Á hverju ári er fréttamiðillinn fotbolti.net með spá fyrir allar deildir íslandsmótsins. Fótbolti.net fékk þjálfarana í deildinni til að spá fyrir um lokastöðuna.
Hver þjálfari skilaði inn spá 1-11 og sleppti sínu liði.
Kórdrengjum og Reynir Sandgerði er spáð upp um deild og Augnablik og Álftanes spáð falli.
KF er hinsvegar spáð 4. sæti og hér má lesa hvað fotbolti.net skrifar.
„KF kom mörgum á óvart í fyrra og var hársbreidd frá því að komast upp í 2. deildina. Liðið var stigi frá efstu sætunum og 2-0 tap gegn KV í næst síðustu umferðinni fór útum vonir KF að fara upp um deild. Slobodan Milisic er áfram við stjórnvölinn sem þjálfari og undir hans stjórn er stefnan sett á að komast upp í 2. deildina á nýjan leik eftir tvö ár í röð í 3. deildinni. Alexander Már Þorláksson er kominn frá Kára en hann var markakóngur 2. Deildar árið 2015 með KF. Hann mun styrkja sóknarleikinn mikið í Fjallabyggð.“
Hér má lesa fréttina í heild sinni