KF heimsækir Augnablik – Upphitun

2. umferð hefst hjá KF á laugardaginn n.k. og heimsækja þeir Augnablik í Fagralund í Kópavog. Liðin gerðu bæði jafntefli í fyrsta leik, KF 1-1 gegn Álftanes og Augnablik 3-3 gegn KH.

Augnablik er að hefja sitt annað tímabil í 3. deildinni en liðið kom upp úr 4. deildinni

Screen Shot 2019-03-28 at 18.18.15

Vitor og Aci – Mynd: GuðnýÁg

2017. Liðið endaði í 8. sæti á síðasti tímabili með 21 stig. Augnablik eru sterkir á heimavelli og komu 18 af 21 stigum liðsins á heimavelli í fyrra sumar. Meðal annars unnu þeir KF 4-3 þegar þeir skoruðu 4 markið á loka mínútu leiksins. KF hefur einnig átt brattan að sækja á útvöllum en liðið fékk einungis 7 stig af 31 í fyrra á útivöllum.

KF og Augnablik hafa aðeins mæst tvisvar áður og var það á síðasta ári og skiptust liðin á sigrum. Fyrri leikurinn endaði 2-0 fyrir KF og seinni 4-3 fyrir Augnablik.

Augnablik er þekkt fyrir sinn „Free flowing football“ á gervigrasinu í fagralund og verður þetta klárlega hörkuspennandi leikur enda bæði lið í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni.

Leikurinn verður á laugardaginn 11. maí n.k. klukkan 16:00 í Fagralund. Við hvetjum að sjálfsögðu stuðningsmenn KF að mæta og styðja okkar menn til sigurs.

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

2.umferð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s