Fyrsti heimaleikur sumarsins!

3. umferð 3.deildar hefst hjá KF á laugardaginn 18. maí. Þá koma strákarnir frá Hlíðarenda í heimsókn. Þetta verður fyrsti heimaleikur KF í sumar af 11 og er völlurinn í góðu ástandi sem og hópurinn hjá KF.

Screen Shot 2019-05-16 at 22.22.31.png

Jakob Auðun skorar gegn KH í fyrra – Mynd:GuðnýÁg

KF hefur byrjað tímabilið vel og er liðið í 3-4 sæti deildarinnar með 4 stig eftir 2. umferðir. KH hinsvegar eru með 1 stig eftir tvær umferðir eftir 1-4 tap á heimavelli gegn Kórdrengjum í síðustu umferð. KF og KH hafa aðeins mæst tvisvar innbyrðis og var það fyrra sumar í 3.deildinni og skiptust liðin á sigrum, þar sem KF vann 4-2 á Ólafsfjarðarvelli og KH vann 3-1 sigur á valsvelli.

KH er samansett af ungum og efnilegum leikmönnum sem koma bæði úr 2. flokk vals og annarstaðar frá. Tveir fyrrum leikmenn KF eru í KH liðinu og eru það þeir Hrannar Snær Magnússon og Baldvin Freyr Ásmundsson sem báðir spiluðu með KF síðasta sumar.

Leikurinn verður spilaður á Ólafsfjarðarvelli og er langt síðan völlurinn var jafn góður á þessum árstíma. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á laugardaginn 18. maí næstkomandi. veðurspáin fyrir laugardaginn er fullkomin fyrir frábæran fótbolta og hvetjum við alla stuðningsmenn KF að mæta og styðja liðið til sigurs.

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

3.umferð.png

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s