KF – Sindri // UPPHITUN

Þá er komið að 5. leik íslandsmótsins hjá okkar mönnum og eru það Sindramenn frá Höfn í Hornafirði sem koma í heimsókn á laugardaginn n.k.
KF hefur byrjað tímabilið frábærlega og er liðið taplaust í efsta sæti deildarinnar með

Patrekur Hafliði í leik gegn KH – Mynd:GuðnýÁg
jafnmörg stig og Kórdrengir en aðeins betri markatölu. KF vann í síðustu umferð erfiðann 0-1 sigur gegn sterku liði skallagrím en KF hefur náð í 7 af þessum 10 stigum á útivelli sem er jafn mikið og liðið náði á útivöllum deildarinnar í fyrra.
Sindri hefur aftur á móti byrjað mótið ekkert frábærlega en komið með 4 stig og sitja í 9. sæti deildarinnar eftir 0-0 jafntefli gegn Augnablik í síðustu umferð.
Sindri féll 2017 úr 2.deild og spilaði sitt fyrsta tímabil í 3. deildinni í fyrra og lenti liðið í næstneðsta sæti sem vanalega hefði þýtt fall en vegna fjölgun liða í deildinni héldu þeir sér uppi.
KF og Sindri hafa mæst átta sinnum frá árinu 2014 og hefur Sindri haft nokkuð góð tök á KF. Sindri hefur unnið fimm af þessum leikjum, tveir þeirra hafa endað með KF sigri og einn jafntefli.
Leikurinn fer fram á laugardaginn 1. júní klukkan 15:00 á Ólafsfjarðarvelli. Við hvetjum ALLA bæjarbúa að mæta og styðja okkar menn til sigurs.
ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF