Fundur með formanni KSÍ og framboðsflokkum

Þann 18. Apríl síðastliðin var haldinn fundur á vegum knattspyrnufélagsins.

Fundarboð fengu: Framboðslistanir, deildarstjóri fræðslu-frístundar og menningarmála, forstöðumaður íþróttamannvirkja og bæjarstjóri.

Fundartími: 18. Apríl klukkan 16:00

Fundarstaður – Vallarhúsið (ÚÍF)

Fundargögn: Mannvirkjasjóður KSÍ og Minnisblað EFLU

Fundarstjóri: Örn Elí, formaður KF

Erindi: Vanda Sigurgeirsdóttir, Örn Elí Gunnlaugsson, Hákon Leó Hilmarsson (f.h. Jóhanns Más Kristinssonar)

Fundur: Fundarstjóri bauð alla fundargesti velkomna með kaffi og léttum veitingum. Vanda Sigurgeirsdóttir, Formaður KSÍ fékk orðið og hóf fyrirlestur um framtíð fótboltans í Fjallabyggð, aðstöðuleysi til knattspyrnu iðkunar í Fjallabyggð og hvaða áhrif það getur haft í framtíðinni fyrir okkar börn. Í dag þurfa flest allir flokkar KF að sækja æfingar fyrir utan bæjarfélagið 8 til 9 mánuði á ári til þess að æfa við samkeppnishæfa aðstöðu. Í dag er Fjallabyggð eina bæjarfélagið sem nemur yfir 1500 íbúa sem ekki er komin með gervigrasvöll. Vanda rannsóknir sem hafa verið gerðar við iðkun kvennaknattspyrnu sem sýnir fram á það að stelpur eiga frekar til að falla úr íþróttum fyrr ef ekki er hægt að æfa í heimabyggð. Vanda sagðist velta fyrir sér að þegar hún horfir í kringum Fjallabyggð þá spretta upp gervigrasvellir og þá spyr hún, afhverju ekki Fjallabyggð? Ætlum við að verða síðust í að reyna halda uppi grasvelli á norður hjari veraldar þar sem vetur yfirgnæfir árið. Með gervigrasvelli gefur það okkur ekki 12 mánuði í æfingar en fjölgar töluvert. Í dag getur KF boðið iðkendum sínum uppá 3 til 4 mánuði við æfingar á okkar æfingasvæði en með komu gervigrasvallar verða mánuðirnir allt að 9 sem hægt væri að æfa við topp topp aðstæður. Vanda svaraði spurningum gesta og lauk svo sínu erindi.

Við tók Örn Elí Gunnlaugsson, formaður KF. Hann hélt glærukynningu um gervigras gegn grasi. Þar kom meðal annars fram framtíðarstefna félagsins, ný stefnuskrá, hve mikið væri hægt að efla frístund, fermetra nýting og frelsi per iðkandi, hægt og rólega lenda börnin okkar á eftir, tölur frá sambærilegum sveitarfélögum við rektstur bæði gervigrass- og grasvallar, mistök í kostnaðaráætlun EFLU, nýting fjárfestingar, líftíma gervigrass á svæðum þar sem notkun en mun minni og að lokum mögulegt samstarf við Soccer and Education USA sem er fyrirtæki sem kemur knattspyrnufólki til

Bandaríkjanna á háskólastyrk. Á nánast öllum vígstöðum lýtur gras í lægra haldi. Örn svaraði spurningum að því loknu.

Við tók þá erindi Jóhanns Más Kristinsson, fyrrum yfirþjálfara Dalvíkur, sem forfallaðist á síðustu stundu en tók saman erindi sitt í stutta grein sem Hákon Hilmarsson las fyrir fundargesti. Í grein hans var farið yfir hvað knattspyrnudeild Dalvíkur sem og aðrir bæjarbúar hafa grætt með komu gervigrasvallar á Dalvík. Gífurleg fjölgun iðkenda við komu gervigrassins á Dalvík, jákvæð áhrif á þjálfun allra flokka, minna brottfalla hjá elsta stigi yngri flokka, sveigjanleiki á æfingartímum allra flokka, umfjöllun og auglýsing.

Þá hófust umræður. Fólk var málefnalegt, hlutirnir ræddir frá alls konar sjónarhornum og tók það allt sinn tíma. Félagið telur að gestir hafi flest allir, ef ekki allir verið sammála um að gervigras sé þörf en ekki ákjósanleg aðstaða. Hvort hægt væri að fara í svona stóra framkvæmd núna væri erfitt að segja til um og ólíklegt að það verði loforð. Er þetta ekki bara spurning um hvenær og hvernig?

Fundarslit: 18:00

Fundinn sátu: A listi: Guðjón M. Ólafsson, Sæbjörg Ágústsdóttir og Jakob Örn Kárason.

D listi: Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson, Sandra Finnsdóttir, Viktor Freyr Elísson og Hjalti Gunnarsson.

H listi: Helgi Jóhannsson, Þorgeir Bjarnason, Ave Kara Sillaots, Hákon Leó Hilmarsson, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

Bæjarstarfsmenn: Haukur Sigurðsson.

F.h. KF: Örn Elí Gunnlaugsson, Hákon Leó Hilmarsson, Halldór Ingvar Guðmundsson,

Jón Árni Sigurðsson, Óskar Þórðarsson, Adda María Ólafsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson.

F.h. KSÍ: Vanda Sigurgeirsdóttir

Félagið þakkar öllum fundargestum fyrir komuna og viljan fyrir því að ræða hlutina. Sérstakar þakkir fá Vanda Sigurgeirsdóttir og Jóhann Már Kristinsson. Þá má ekki gleyma Aðalbakarí og Gerði Ellertsdóttir sem sáu um veitingar.

Áfram KF.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s