Upplýsingar

——- Pæjumóti var síðast haldið árið 2017  ——-

Hið árlega Pæjumót stúlkna í 6. og 7. flokki fer fram föstudaginn 10. ágúst og laugardaginn 11. ágúst. Mótið verður með svipuðu sniði og það var síðasta sumar enda tókst það mjög vel. Byrjað verður á að spila knattspyrnu á föstudagsmorgninum og mótinu lýkur svo um miðjan dag á laugaradag. Með þessu skipulagi gefst fjölskyldum tækifæri á að upplifa og njóta stórskemmtunarinnar á Fiskideginum mikla í Dalvíkurbyggð.

-Á mótinu verður spilaður 5 manna bolti
-Kvöldskemmtun á föstudagskvöldinu
-Öll þátttökulið fá flottann bikar(ekki veitt verðlaun fyrir sæti)
-Allir þátttakendur fá verðlaunapening og mjótsgjöf í mótslok
-Grillveisla að móti loknu á laugardeginum
-Liðsmyndataka verður á mótssvæðinu
-Ekkert staðfestingargjald
-Spilað í hollum og því stutt á milli leikja

Þrjú verð í boði fyrir þátttakendur:1. Keppnisgjald: 5000kr(Þátttaka í mótinu, grillveisla, verðlaunapeningur og mótsgjöf)
2. Keppnisgjald + matur: 7500kr(morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á föstudag
og morgunmatur á laugardag)
3. Keppnisgjald + matur og gisting: 10.000kr(2 nætur í svefnpokaplássi)

KF hvetur félög til að fjölmenna á mótið og eiga frábæra daga á Pæjumótinu og á
Fiskideginum mikla í næsta nágrenni. Tilvalið að koma með fjölskylduna í síðustu útilegu sumarsins og upplifa það sem Tröllaskaginn hefur upp á bjóða.

Félög geta haft samband í tölvupósti(kf@kfbolti.is) ef óskað er eftir nánari upplýsingum um mótið eða hjá Lísu í síma 8642907. Hlökkum virkilega til að sjá ykkur 😀

 Liðaskráningar berist fyrir 15. júlí