Nikulásarmót

Nikulásarmót VÍS mun fara fram mánudaginn 02.júlí 2018 á Ólafsfirði og er sérstaklega fyrir 7.flokk drengja og 8.flokk (drengir og stúlkur). Ef áhugi og skráning er í öðrum flokkum (7.kvenna og 6.flokkunum) þá munu mótshaldarar bregðast við því.
Mótið hefst kl 15:00 og síðustu leikjum lýkur um kl 18:30.

Mótsgjaldið er 3.500.- fyrir hvern þátttakanda (enginn kostnaður fyrir þjálfara/liðstjóra) og innifalið í því er þátttaka á mótinu, verðlaunapeningur, grillveisla (hamborgarar) og vegleg gjöf frá styrktaraðila.

Mótið verður hið glæsilegasta þar sem krakkarnir fá nóg af fótbolta við flottar aðstæður.

Þjálfarar/forráðamenn eru beðnir um að senda skráningu liða á oskar@mtr.is

Mótsstjóri er Óskar Þórðarson (oskar@mtr.is eða 848-6726).