Tap gegn Vængjum Júpíters

KF heimsótti Vængi Júpíters í Grafarvoginn. KF hefur byrjað brösulega þetta tímabil og sömu sögu mátti segja um Vængi Júpíters. Leikurinn byrjaði að Vængirnir pressuðu stíft á KF og komu þeir inn marki snemma leiks. Eftir það vöknuðu KF menn og sótti aðeins í sig veðrið án þess að koma boltanum í markið. Hálfleikstölur 1-0 Vængjum í vil.
Seinni hálfleikur var nokkuð góður hjá KF og náði Ljubomir Delic að skora eftir frábært útspark hjá Hálldóri en á einhvern óskiljanlegan hátt dæmdi línuvörðurinn rangstöðu. KF lagði allt í sóknarleikinn og endaði það með að Vængir náður skyndisókn og komust í 2-0 og endaði leikurinn þannig.
KF eru nú komnir í 10 og síðasta sæti eftir 5 umferðir, einn sigur og 4 töp. Ekki alveg byrjunin sem lagt var upp með. KF hefur aðeins skorað 2 mörk í 5 leikjum en fengið á sig 8.
Næsti leikur er heimaleikur gegn Ægir Laugardaginn klukkan 17:00
ÁFRAM KF