LEIKDAGUR! KF – ÆGIR

Í dag fer fram leikur KF og Ægis. Það verður að viðurkennast að í gærkvöld leit ekkert út fyrir að leikurinn færi fram í dag. Völlurinn leit miklu frekar út eins og sundlaug heldur en knattspyrnuvöllur. En það stytti upp í nótt og snemma í morgun var byrjað að vinna í því að dæla vatni af vellinum. Völlurinn er mjög blautur og á syðri enda vallarins eru pollar en ekkert til að væla yfir.
KF – ÆGIR hefst klukkan 18:00 og kostar 1500 krónur inn, posi er á staðnum. Árskortshafar fá svo léttar veitingar í hálfleik en aðrir geta nælt sér í einhver góðgæti í sjoppunni.
Áfram KF
Dælt verður af vellinum í allan dag fram að leik
Maggi þorgeirs og Heiðar Gunnólfs dælustjórar