17. Júní leikur hjá 8. og 7. flokk

Á 17. júní í Fjallabyggð er venjan að 8. og 7. flokkur hjá KF spili innbyrðisleik á Ólafsfjarðarvelli og að sjálfsögðu var leikur núna síðastliðin þjóðhátíðardag. Það var virkilega gaman að fylgjast með yngstu krökkunum feta sín fyrstu fótspor í boltanum og klárlega mátti sjá framtíðar knattspyrnufólk þarna á ferð.
Guðný var að sjálfsögðu á staðnum með myndavélina og tók hún frábærar og skemmtilegar myndir af krökkunum. Hægt er að sjá myndirnar í linkunum fyrir neðan
Áfram KF