3 STIG Í ÚÍÓ!!!

Já þið lásuð rétt! 3 stig í ÚÍÓ!!!
Í dag mættust lið KF og KV á Ólafsfjarðarvelli í hörku leik. það má segja að KV hafi aldrei séð til sólar og kannski ekki heldur KF þar sem það var mjög þung skýjað á Ólafsfirði í dag. KF spilaði sinn langbesta leik á þessu tímabili og sýndu strákarnir hvað í þeim bjó.
KF byrjaði leikinn mjög vel og var greinilegt að allir voru vel gíraði í þennan leik að koma liðinu upp úr neðsta sætinu og var spilamennskan gjörsamlega til fyrirmyndar. KF fékk þó nokkur færi í fyrri hálfleik án þess að koma boltanum í netið. Seinni hálfleikur spilaðist eins og var KF mikið með boltann og á 70. mínútu fær Björn Andri boltann inn í teig eftir fyrirgjöf og klárar vel í markið. Þetta var fyrsta mark Björn Andra fyrir KF sem er á láni frá Magna. KV pressaði þá mjög mikið á KF en vörnin stóð sína vakt og hleypti engu í gegnum sig. KV átti þó tvö stangarskot úr langskotum og eitt skot sem Halldór varði frábærlega. Völlurinn var mjög blautur og leikmenn orðnir vel þreyttir þegar fór að líða á leikinn. Milo þjálfari KF gerir skiptingu og setur inn á Sævar þór Fylkisson og Aksentije Milisic inná og á 95 mínútu fær sævar boltann inní teig rennir honum á Aci og hann klárar frábærlega og tryggir KF 2-0 sigur.
Með sigri lyftir KF sér upp í sjöunda sæti deildarinnar þegar átta umferðir eru búnar.
Næsti leikur er engin smá viðureign og er hann á fimmtudaginn næstkomandi klukkan 19:15 á Dalvíkurvelli gegn nágrönnum okkar á Dalvík.
Dalvík/Reynir hefur byrjað tímabilið sitt mjög vel og eru þeir í efsta sæti eftir átta umferðir. Við hvetjum að sjálfsögðu alla stuðningsmenn KF að fjölmenna á Dalvíkurvöll og hvetja strákana til sigurs!!!
ÁFRAM KF
Bakvísun: KF vann KV 2-0 – Trölli.is