Damak og Ljuba taka slaginn aftur með KF(STAÐFEST)
Samningar hafa náðst milli KF og tveggja útlendinga sem spiluðu með KF í fyrra.
Fyrri leikmaðurinn er okkar Jordan Damachoua en hann kemur frá frakklandi og

Damak – Mynd: GuðnýÁg
er hann fæddur árið 1991. Damak eins og hann er kallaður er stór og sterkurvarnarmaður sem spilaði í hjarta varnarinnar hjá KF árið 2018. Damak spilaði 16 leiki fyrir KF í fyrra og skoraði hann í þeim 1 mark. Damak var valinn besti leikmaður KF á lokahófi liðsins eftir síðasta tímabil.
Seinni leikmaðurinn er hann Ljubomir Delic. Hann er fæddur 1995 og kemur hann frá Serbíu. Ljuba er sóknarmaður og hefur hann spilað 34 leiki fyrir KF og skorað í þeim 9 mörk. Tímabilið 2019 verður hansþriðja tímabil fyrir KF.

Ljuba – mynd: GuðnýÁg
Þessir tveir leikmenn munu styrkja liðið heldur betur fyrir komandi tímabil og hlökkum við til að fá þá til Fjallabyggðar. Ljubomir kemur til landsins á næstu dögum en Damak kemur um miðjan Apríl.
ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

Ljuba og damak
Thankss great blog
Líkar viðLíkar við