Toppslagur í Vesturbænum

Þá er komið að 6. umferð 3. deildar og er boðið uppá stórleik þar sem KF heimsækir KV í vesturbæinn.

KV hefur byrjaði tímabilið mjög vel og hefur liði verið í mikilli stigasöfnun en missteig sig aðeins gegn Einherja þegar þeir töpuðu á vopnafirði og skilur þá með 12 stig eftir 5

Screen Shot 2019-06-09 at 18.49.22

KF fagnar sigurmarki gegn Sindra – Mynd: GuðnýÁg

umferðir.

KF eru hinsvegar ennþá taplausir eins og Kórdrengir. KF byrjaði tímabilið á jafntefli gegn Álftanes en hefur unnið fjóra leiki í röð og eru í 2. sæti með 13 stig, aðeins 1 stigi á eftir Kórdrengjum sem eru búnir með sinn leik í 6. umferð þar sem þeir unnu Álftanes á miðvikudaginn 5-2.

KV og KF hafa spilað þó nokkuð marga leiki gegn hvort öðru og hafa liðin spilað 10 leiki gegn hvort öðru síðan 2011 og þar hefur KF unnið 4, KV unnið 5 og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Á síðasta tímabili unnu bæði lið sinn heimaleik 2-0.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er leikurinn spilaður á gervigrasinu á KR-velli. Þetta verður hörku leikur þar sem bæði lið keppast um að ná efsta sætinu í deildinni. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu að gera sér góðan dag og styðja okkar menn til sigurs!

ÁFRM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

6.umferð.png

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s