Toppslagur í Safamýrinni

Þeir gerast nú ekki mikið stærri leikirnir í íslenskum fótbolta nú til dags. Á laugardaginn næstkomandi hefst 8. umferð í 3.deild karla og það er enginn smá leikur sem boðið er uppá. En okkar menn í KF skreppa í höfuðborgina og mæta þær rísandi stórveldi Kórdrengjum.

Screen Shot 2019-06-20 at 19.51.16.png

Úr síðasta leik gegn H/H – Mynd: GuðnýÁg

Kórdrengir eru lið sem eru á mikilli uppleið en liðið er skipað af leikmönnum sem hafa verið að spila í efstu deildum á íslandi undanfarin ár. Kórdrengir náðu loksins í fyrra að koma sér upp úr 4. deildinni og miða við byrjunina í ár verður liðið í toppbaráttu í sumar. Kórdrengir eru eina taplausa liðið í deildinni en hefur liðið hinsvegar gert 2 jafntefli og stendur liðið í 2. sæti fyrir þessa umferð með 17 stig.

KF er hinsvegar ekkert síðra lið og hefur liðið verið að spila frábærlega í byrjun sumars og hefur liðið verið í mikilli stigasöfnun og er liðið með 16 stig í 3. sæti. KF vann síðustu helgi glæsilegan 3-0 sigur gegn sterkur liði H/H.
Bæði lið hafa ekki verið að fá á sig mikið á mörgum og hefur sitthvort liðið aðeins fengið á sig 6 mörk í sumar.

Þetta verður svakalegur leikur sem enginn vill missa af og hvetjum við ALLA stuðningsmenn KF að mæta og styðja okkar menn til sigurs. Leikurinn er á laugardaginn 22. júní klukkan 15:00 og er leikið á Framvelli í safamýrinni.

ÁFRAM KF- ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

8.umferð.png

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s