KF – Vængir Júpíters // Upphitun

9. umferð fer í gang hjá okkar mönnum á morgun, Laugardaginn 29. júní klukkan 16:00. En þá mæta lærisveinar Tryggva Guðmundsonar í vængjum júpíters í heimsókn.

Það er heldur betur orðinn svakaleg barátta á topp deildarinnar en þrjú lið eru í harðri

Screen Shot 2019-05-16 at 22.22.31

Mynd:GuðnýÁg

keppni um toppsætið. Kórdrengir og KV hafa nú þegar unnið sína leiki í 9.umferð og eru KV með 24 stig á toppnum og kórdrengir skutust yfir okkur í KF í annað sætið með 20 stig. KF kemur svo í 3. sæti með einum leik minna með 19 stig.

Vængir Júpiters hafa byrjað tímabilið nokkuð vel og er liðið með 15 stig eftir 8 leiki og sitja þeir í 5 sæti. Þjálfari Vængja er enginn annar en Tryggvi Guðmundsson sem flestir ættu að kannast við en hann er einn besti framherji sem spilað hefur í íslenskum fótbolta.

Æfingar hafa gengið vonum framar hjá okkar mönnum og er liðið meira en tilbúið í leikinn á morgun!

Þetta verður hörku leikur þar sem Vængir þurfa sigur til að stimpla sig formlega inn í toppbaráttuna og KF þarf sigur til að halda í KV og kórdrengi.
Ólafsfjarðarvöllur er í mjög góðu standi og er spáð fullkomnu veðri fyrir flottan fótbolta. Við hvetjum ALLA til þess að mæta og styðja KF til sigurs!!!!

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er um að gera að mæta tímanlega til að fá góð sæti!

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

9.umferð.png

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s