Sachem Wilson og Hrannar Snær í KF(STAÐFEST)

Tveir nýjir leikmenn skrifuðu undir hjá félaginu í gær.
Hrannar Snær Magnússon er mættur aftur til síns heimafélags en Hrannar Snær spilaði á síðasta tímabili með KH á Hlíðarenda. Hrannar er fæddur árið 2001 og þrátt fyrir ungan aldur á hann orðið 24 meistaraflokks leiki fyrir KF og KH.
Framherjinn Sachem Wilson skrifaði einnig undir í gær, Sachem er fæddur árið 1994 og kemur frá Ohio í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám og spilaði fótbolta í Liberty University. Sachem spilaði síðast með Carrick Rangers sem spilar í efstu deild í Norður-Írlandi. Áður hefur hann verið að spila í efstu deildum í slóveníu.
Við bjóðum þeim velkomna í KF og óskum þeim alls hins besta í sumar!
ÁFRAM KF

Hrannar Snær og Gunnlaugur Sigursveinsson

Sachem Wilson og Gunnlaugur Sigursveinsson