Fimmti sigur KF í röð – umfjöllun í boði Héðinsfjörður.is og Arion Banka

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Knattspyrnufélagið Hlíðarendi mættust í 16. umferð 3. deildar karla í hádegisleik á Ólafsfjarðarvelli í dag. Mikið var undir þessum leik og mátti hvorugu liðinu við því að tapa stigum í dag. KH vann fyrir leik liðanna í sumar á Valsvelli og var því komið af hefndum hjá KF sem hefur verið á mikilli siglingu í deildinni síðari hluta sumars og hafa sýnt mikinn vilja við að ná í úrslit. Aðeins munaði einu stigi og einu sæti á liðunum fyrir þennan leik.

Ljubomir Delic og Andri Snær Sævarsson komu úr leikbanni hjá KF en Grétar Áki Bergsson og Halldór Logi Hilmarsson voru báðir í leikbanni í þessum leik.  Ljubomir Delic byrjaði á bekknum í þessum leik en það er afar sjaldgæft að sjá þennan sterka leikmann ekki í byrjunarliði KF, en hann meiddist lítilega á æfingu fyrir leikinn. Andri Snær fór beint aftur í byrjunarliðið eftir leikbann. Halldór Ingvar markmaður var fyrirliði KF í fjarveru Grétars Áka í þessum leik.

Fyrsta mark leiksins kom á 30. mínútu og var það Austin Dias leikmaður númer 14 hjá KF sem það gerði, og var þetta hans þriðja mark í 6 leikjum fyrir félagið. Á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Ingólfur Sigurðsson (nr. 10) fyrir KH og nær að jafna metin rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks, hans 8. mark í 15 leikjum í deildinni í sumar. Staðan var því 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik færðist meira fjör í leikinn og KF nær aftur forystu þegar um 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og var það Aksentije Milisic (nr. 7),og hans 4. mark í 16 leikjum í deild og bikar í sumar. Staðan orðin 2-1 og enn var nægur tími fyrir fleiri mörk. Aðeins 7 mínútum síðar gerir KF nánast útum leikinn með góðum spilkafla, en Jakob Auðun (nr.12) kom KF í 3-1, hans annað mark í 14 deildarleikjum í sumar.  á 63. mínútu kemst KF í 4-1 með marki frá Birni Andra (nr. 6), hans 6. mark í 16 deildarleikjum í sumar. Þegar nokkrar mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma þá fær KF dæma vítaspyrnu, og á punktinn steig Aksentije Milisic (nr. 7), en hann misnotaði spyrnuna og markmaður KH varði vel. Á síðustu 10 mínútum leiksins gerði KF 3 skiptingar til að fá

Screen Shot 2018-09-01 at 19.01.40.png

Staðan í deildinn eftir 16. umferðir

freska menn inn á völlinn.

Þegar 90. mínútur voru komnar á vallarklukkuna, þá skorar Ingólfur sitt annað mark úr vítaspyrnu fyrir KH og minnkar muninn í 4-2. Lengra náðu gestirnir ekki og vann KF öruggan sigur 4-2 í þessum mikilvæga leik. Fimmti sigur KF í röð í deildinni staðreynd

Nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu þá er KF með tveggja stiga forystu í 2. sæti deildarinnar, en á 2 mjög erfiða leiki eftir. Næsti leikur er útileikur gegn KV í Vesturbæ og svo heimaleikur gegn Dalvík/Reyni.

Núna er það í höndum KF að sækja stigin sem þarf úr þessum leikjum til að tryggja sæti sitt í 2. deild á næsta ári  ! Allir á völlinn og áfram KF.

Umfjöllun á Héðinsfjörður.is má sjá Hér

ÁFRAM KF

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s