KV. VS KF. – Upphitun

Á morgun hefst síðasta ferðalag sumarsins hjá KF. KF ætlar að ferðast á morgun til Borgarness og gista þar saman á hóteli til þess að minnka ferðalagið á leikdegi. Á laugardaginn taka KV menn á móti okkur á gervigrasinu á KR-vellinum. Leikurinn hefst klukkan 14:00.
KF hefur verið á mjög góðu skriði undanfarið og hefur liðið unnið síðustu fimm leiki og er liðið komið upp í 2. sæti deildarinnar aðeins 3 stigum frá nágrönnum okkar sem sitja í efsta sætinu. KF vann síðast KH örugglega 4-2 á Ólafsfirði 1. september og með þeim sigri komst KF yfir KFG og vængi júpíters og upp í 2. sætið og eru þeir með spilin í höndunum núna og ekkert má klikka þar sem KFG og Vængir eru aðeins 2 stigum á eftir KF.
KV var spáð neðsta sæti deildarinnar fyrir mót og kom öllum á óvart þegar liðið var í toppsætunum þegar mótið var hálfnað. KV menn hafa síðan aðeins slakað á stigasöfnunni og vann KV síðast leik 21. júní og hefur náð í 4 jafntelfi síðan og 5 töp. KV siglir þó lygnan sjó og er í 7 sæti með 20 stig.

Innbyrðis leikir KF og KV
KF og KV hafa spilað 9 leiki innbyrðis síðan 2011 samkvæmt KSÍ og skiptist þetta jafnt á milli liðanna hvort lið hefur unnið 4 leiki og 1 leikur hefur farið jafntefli.
Síðast þegar liðin mættust var það 30. Júní síðastliðin og vann KF hann örugglega 2-0.

Gul spjöld hafa farið ansi oft á loft hjá KF í sumar – Mynd: GuðnýÁg
Enginn leikmaður er í banni hjá KF í þessum leik en í síðasta leik voru Grétar Áki Bergsson og Halldór Logi Hilmarsson í banni en koma þeir inn í hópinn aftur. Nokkrir leikmenn eru komnir á hættusvæði á að fara í bann gegn Dalvík/Reynir í síðasta leik. Hákon Leó Hilmarsson og Friðrik Örn Ásgeirsson eru báðir komnir með 6 gul en það þarf 4 eða 7 gul til þess að fara í leikbann, Svo eru það Jakob Auðun Sindrason og Aksentije Milisic sem eru með 3 gul spjöld.
Við hvetjum stuðningsmenn KF að gera sér glaðan dag og styðja okkar lið til sigurs á Laugardaginn 8.september klukkan 14:00 á gervigrasvellinum á KR svæðinu.
ÁFRAM KF

Staðan í deildinni fyrir leikinn gegn KV