Upphitun: KF – Dalvík/Reynir

Þann 15. september næstkomandi er komið að síðasta leik tímabilsins. Leikurinn er sá stærsti sem spilaður hefur verið í 3. deild, líklega frá upphafi 3. deildar.
KF fær Dalvík/Reynir í heimsókn og er þetta toppslagur af bestu gerð.

Damak í leik gegn KH fyrr í sumar. mynd:GuðnýÁg
KF tapaði síðasta leik gegn KV 2-0 og var það mjög vont tap þar sem KFG komst þá uppfyrir KF í 2. sæti deildarinnar. KF hefur hinsvegar verið á frábæru róli og hefur liðið unnið 5 leiki í síðustu 6 leikjum. KF eru í 3. sæti með 28 stig aðeins einu stigi á eftir KFG.
Dalvík/Reynir er búið að tryggja sér sæti í 2. deild á næsta ári þrátt fyrir að hafa ekki náð sigri í síðustu 5 leikjum. Dalvík gerði 1-1 jafntefli við KH í síðasta leik. Dalvík sitja á toppi deildarinnar með 32 stig.
KF og Dalvík mættust 5. júlí síðastliðinn á Dalvíkurvelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli, þar sem bæði lið hefðu getað stolið sigrinum. Liðin mættust einnig í 3.deildinni 2017 á þá hafði KF betur í báðum leikjunum, 3-1 og 5-2.

Mynd: GuðnýÁg
Allir leikmenn hjá KF verða tiltækir fyrir leikinn nema Jakob Auðun Sindrason en hann tekur út leikbann í þessum leik vegna 4 áminninga. Hópurinn hefur æft vel í vikunni og koma leikmenn KF vel gíraðir í leikinn.
Til þess að KF komist upp um deild verður liðið að sigra Dalvík/Reynir og treysta á að KV vinni KFG. Einnig er tæknilegur möguleiki ef KF – Dalvík fari jafntelfli og KFG tapi með 3 mörkum eða meira þá fer KF uppfyrir KFG á markatölu.
Við hvetjum alla stuðningsmenn KF að fjölmenna á þennan síðasta leik tímabilsins og hvetja strákana til sigurs. Lokahóf KF fer svo fram um kvöldið eftir leik á Höllinni á Ólafsfirði. Í lokin viljum við leikmenn og stjórn KF þakka fyrir frábæran stuðning í sumar, mætingin á völlin hefur verið vonum framar og var líka frábært að sjá hvað margir mættu á útileiki liðsins hvar sem á landinu leikið var. TAKK FYRIR ÞIÐ ERUÐ FRÁBÆR ❤
ÁFRAM KF!!!

Staðan í deildinni fyrir leikinn gegn Dalvík/Reynir