Sigur gegn Dalvík/Reyni – Umfjöllun í boði Héðinsfjörður.is og Arion Banka.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík/Reynir mættust á Ólafsfjarðarvelli í dag í lokaumferð 3. deildar. Þetta var einn af þessum leikjum liðanna sem allt var undir. KF þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að eiga möguleika að fylgja Dalvík/Reyni upp í 2. deild að ári. KF stillti upp sínu sterkasta liði í dag og ætluðu sér sigur.

KF byrjaði leikinn vel og var betra liðið á vellinum. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik, og var því staðan 0-0 þegar dómarinn flautaði til leikhlés. Síðari hálfleikur byrjaði svo með látum, þegar KF fékk dæmda vítaspyrnu á 51. mínútu. Aksentije Milisic (nr. 7) tók spyrnuna og skoraði af öryggi, og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn. Dalvíkingar gerðu hvað þeir gátu til að freista þess að jafna leikinn og skiptu þremur leikmönnum inn þegar leið á síðari hálfleikinn. KF var hinsvegar sterkara liðið og bættu við marki á 85. mínútu þegar Friðrik Örn (nr. 23) skoraði og kom KF í 2-0 þegar skammt var eftir. Var þetta hans annað mark í 13 leikjum í sumar fyrir félagið. Jóhann Örn (nr. 9) minnkaði muninn á 90. mínútu fyrir Dalvíkinga, og staðan 2-1 þegar aðeins uppbótartími var eftir. Á 93. mínútu þá fékk Aksentije Milisic rautt spjald hjá KF, en það kom ekki af sök, og urðu lokatölur 2-1 fyrir KF.

Því miður þá voru önnur úrslit ekki hagstæð þar sem KFG sigraði KV 3-2 og kom sigurmarkið á allra síðustu mínútum leiksins. Það verða því Dalvík/Reynir og KFG sem spila í 2. deild á næsta ári og Ægir féll úr deildinni.

Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem 32 stig duga til að sigra deildina.

Screen Shot 2018-09-16 at 20.53.47.png

Lokastaða í 3. deild karla 2018.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s