KF – Einherji // Upphitun

Nú er spilað þétt í 3. deildinni en síðastliðin laugardag spiluðu KF útileik í Sandgerði gegn Reynir, þar sem KF vann frábæran 5-1 sigur.
Nú á miðvikudaginn 10. júlí mæta Vopnfirðingar í heimsókn og er alltaf boðið uppá

Mynd: GuðnýÁg
veislu leiki þegar þessi lið mætast.
Einherji er í 6. sæti deildarinnar með 14 stig, Fjóra sigra, tvö jafntefli og fjögur töp. Einherji gerði óvænt jafntefli í síðasta leik gegn Augnablik á heimavelli 1-1 en Einherji eru gríðarlega sterkir á heimavelli.
KF eins og sagt var í byrjun vann frábæran útisigur í sandgerði 5-1 og eru þeir í 3. sæti með 22 stig, Sjö sigrar, eitt jafntefli og tvö töp. Aðeins 1 stig í Kórdrengi sem eru í öðru sæti og 3 stig í KV sem eru á toppnum. KV og Kórdrengir mætast innbyrðis á miðvikudaginn.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 á miðvikudaginn og er veðurspáin alveg frábær og hvetjum við ALLA fjallbyggðinga og nágrenni að fjölmenna á leikinn og hvetja KF til sigurs.
ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF