Free flowing football á sunnudaginn

nú er tímabilið hálfnað í 3. deildinni og hefst seinni helmingurinn á sunnudaginn næstkomandi þegar heil umferð fer fram.
Nú er komið að Augnablikum að mæta í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll, en það verður í fyrsta skipti sem Augnablik spila á Ólafsfjarðarvelli.

Screen Shot 2019-07-12 at 21.33.03.png

Mynd: GuðnýÁg

Augnablik og KF mættust í 19. maí í 2. umferð og fór KF þar með 1-3 sigur. Augnablik hefur átt erfitt uppdráttar það sem er af tímabilinu og er liðið í 10. sæti með aðeins 7 stig og er í hörku fallbaráttu.

KF er hinsvegar á hinum enda deildarinnar í rosalegri toppbaráttu þar sem fjögur lið berjast um að komast upp í 2. deild. KF er í 4. sæti aðeins 3 stigum á eftir toppliðinu Kórdrengjum.
KF hefur misstigið sig aðeins í síðustu tveimur heimaleikjum og aðeins fengið 1 stig úr þeim. Síðasti leikur endaði með 1-1 jafntefli gegn Einherja þar sem okkar strákar voru einstaklega óheppnir fyrir framan markið og eru þeir staðráðnir í að bæta upp fyrir það.

Eftir 11 leiki er liðið búið að skora 26 mörk sem er næst mest af öllum liðum í deildinni, og aðeins hefur liðið fengið á sig 12 mörk sem er fæst af öllum liðum. Alexander Már Þorláksson er langmarkahæðstur í deildinni með 12 mörk í 11 leikjum á meðan næsti maður er með 7 mörk.

Leikurinn á Sunnudaginn hefst klukkan 16:00 og hvetjum við alla til að gera sér leið á völlinn og styðja okkar menn til sigurs.

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF 

12. umferð.png

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s