KF – Álftanes // Upphitun

Enn einn heimaleikurinn er á dagskrá hjá okkar mönnum og eru það Álftnesingar sem mæta í heimsókn í þetta skiptið.

Fyrri leikur liðanna fór fram á bessastaðavelli 4. maí í 1. umferð sumarsins og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli, þar sem Sævar Gylfason skoraði mark KF.

Screen Shot 2019-07-19 at 21.02.45

Mynd: GuðnýÁg

KF hefur verið að rétta úr kútnum eftir tap gegn vængjum júpíters 29. júní og hefur liðið náð í 2 sigra og 1 jafntefli í síðustu þrem leikjum. KF er eftir 12 umferðir í 2. sæti deildarinnar í mjög þéttum pakka gegn Kórdrengjum, KV og vængjum júpíters.

Álftanes eru nýliðar í deildinni og hafa þeir spilað á pari eins og segir og er liðið í 7. sæti með 15 stig. Álftanes er búið að vinna síðustu tvo leiki sína og er komið að KF að reyna stoppa sigurgöngu þeirra.

Leikurinn er á laugardaginn 20. júní og hefst hann klukkan 16:00 á staðartíma. Hvetjum fólk til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs!

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s