KF – Skallagrímur

Síðasti leikur júlí mánaðar fer fram hjá okkar mönnum á morgun 31. júlí klukkan 19:00 þegar Skallagrímur kemur í heimsókn. Þetta er 15. umferð og eru okkar menn á

Screen Shot 2019-07-30 at 23.45.34

Mynd: GuðnýÁg

blússandi siglingu í stigasöfnun.

KF vann enn einn útileikinn í sumar síðastliðinn laugardag þegar liðið vann 0-1 sigur á KH þar sem Alexander Már skoraði eina mark leiksins. Leikurinn var spennandi allan tímann og meðal annars varði Halldór Ingvar vítaspyrnu sem KH fékk í fyrri hálfleik. Hagstæð úrslit úr öðrum leikjum gerði það að nú er KF 4 stigum á undan vængjum júpíters sem eru í 3. sæti deildarinnar og eltum við Kórdrengina sem eru í 1. sæti þremur stigum á undan okkur.

Skallagrímur er að spila sitt fyrsta tímabil í 3. deild og hefur liðið átt erfitt uppdráttar það sem er af móti og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 6 stig eftir 14 leiki, 5 stigum frá öruggu sæti í deildinni.

KF og Skallagrímur mættust fyrr í sumar í Borgarnes þar sem KF vann 0-1 sigur.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 á miðvikudag 31. júlí og hvetjum við stuðningsmenn KF að fjölmenna á völlinn og styðja okkar stráka til sigurs!

ÁFRAM KF- ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s