Vængir Júpíters – KF // Upphitun

Það er heldur betur farið að styttast í lokinn og eru aðeins 3 leikir eftir af tímabilinu, og nú eru það Vængir Júpíters sem eru mótherjar KF í 20. umferð 3.deild karla.

Vængir Júpíters eru ný mættir heim úr meistaradeild evrópu í futsal sem haldin var í Screen Shot 2019-09-06 at 18.09.13kýpur síðustu helgi. Vængir Júpíters hafa átt nokkuð gott tímabil í ár og eru þeir enn í tölfræðum möguleika á að komast upp um deild, en ansi margt þarf að falla með þeim svo það gerist. Vængir eru í 4. sæti með 37 stig 7 stigum á eftir KF í 2. sæti.

KF tapaði síðustu helgi eftir 9 taplausa leiki gegn Kórdrengjum í rosalegum leik þar sem kórdrengir unnu 1-2. KF er hinsvegar með 6 stiga forskot á KV sem er í 3. sæti deildarinnar þegar 9 stig eftir eru í pottinum.

KF og Vængir mættust í Fjallabyggð 29. júní þar sem vængir unnu 2-3 sigur í hörku leik. KF hefur harma að hefna á sunnudaginn næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á sunnudaginn og spilað verður á Gervigrasvellinum við hliðinna á Egilshöllinni. Við hvetjum sem flesta stuðningsmenn KF að fjölmenna á völlinn og styðja okkar menn til sigurs.

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s