Knattspyrnufélag Fjallabyggðar 10 ára

 KFKnattspyrnufélag Fjallabyggðar 10 áraKF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) var stofnað við samruna Knattspyrnufélags Siglufjarðar og Knattspyrnufélagsins Leifturs frá Ólafsfirði. Samruni liðanna átti sér stað 10. nóvember árið 2010 með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Stofnendur félagsins eru Róbert Jóhann Haraldsson, Hlynur Guðmundsson, Gunnlaugur Sigursveinsson, Magnús Þorgeirsson og Dagný Finnsdóttir.

Fyrsti KSÍ leikur undir merkjum KF var leikinn 8. Maí 2011 á Árskógsvelli gegn Dalvík/Reynir í fyrstu umferð Valitor-bikarsins og enduðu leikar 0-1 fyrir KF með marki frá Þórði Birgissyni. Fyrsti deildarleikur KF var hinsvegar 15. Maí 2011 gegn Aftureldingu og enduðu leikar þar 3-3 þar sem Eiríkur Magnússon skoraði fyrsta markið og Ragnar Haukur Hauksson með seinni tvö.

Nú er nýlokið 10. tímabil KF og á þessum tíma hefur KF spilað sex sinnum í 2. Deild, einu sinni í 1. Deild og þrisvar í 3. Deild. Á þessum tíma hefur KF spilað 210 deildarleiki og unnið 87 leiki, gert jafntefli 40 sinnum og tapað 83 leikjum sem gera gott sem 301 stig. KF hefur einnig öll árin tekið þátt í bikarkeppni og hefur spilað í henni 17 leiki og einungis komist tvisvar sinnum í 32. liða úrslit. KF hefur náð tvisvar sinnum að komast upp um deild í íslenskri deildarkeppni og voru það árin 2012 þá tryggði KF sér sæti í 1. deild 2013 og svo 2019 þegar að KF tryggði sér sæti í 2. deild 2020.

Screenshot 2020-04-22 at 21.27.20

Alexander Már Þorláksson

Markahæðsti leikmaður KF frá stofnun 2010 er Alexander Már Þorláksson en hann hefur skorað 46 mörk fyrir KF í 43 leikjum sem má teljast nokkuð magnað afrek. Alexander Már hefur spilað tvö tímabil fyrir KF, í fyrra skiptið árið 2015 í 2. Deild þar sem hann skoraði 18 mörk. Seinna tímabil hans hjá KF var árið 2019 þar sem hann skoraði 28 mörk. Í bæði skiptin var hann markahæðsti leikmaður deildarinnar.
Næstur í röðinni er Siglfirðingurinn Þórður Birgisson. Þórður hefur skorað 35 mörk fyrir KF í 57 leikjum. Þórður hóf sinn feril með KS árið 2001 og eftir það hefur hann spilað með ÍA, HK, KS/Leiftri, Þór og svo KF. Þórður Spilaði fyrir KF tímabilin 2011, 2012, 2013 og 2016 þar sem hann var spilandi þjálfari síðasta árið sitt.
Þriðji markahæðsti leikmaður í sögu KF er annar Siglfirðingur, Gabríel Reynisson. Gabríel er Siglfirðingur í húð og hár og hefur hann alltaf spilað fyrir sitt heimafélag. Gabríel skoraði 21 mark í 69 leikjum fyrir KF. Gabríel hóf ferilinn sinn árið 2007 með KS/Leiftri og hefur verið heimakær síðan.

Gul og rauð spjöld eru hluti af leiknum og geta varnarmenn og þjálfarar safnað þeim yfirleitt meira heldur en í markaskorun. Í deild og bikar hefur KF fengið 493 gul spjöld og 37 rauð spjöld sem gera 49,3 gul spjöld og 3,7 rauð spjöld að meðaltali á tímabili eða 2,17 gul spjöld og 0,16 rauð spjöld að meðaltali í leik. Hér fyrir neðan kemur listi yfir flest gul og rauð spjöld.

Gul Spjöld

Screen Shot 2018-09-06 at 21.10.12

Hákon Leó Hilmarsson

 1. Hákon Leó Hilmarsson – 28
 2. Þórður Birgisson – 20
 3. Kristján Vilhjálmsson – 19
 4. Andri Snær Sævarsson 18

Rauð spjöld

 1. Lárus Orri Sigurðsson – 3
 2. Gabríel Reynisson – 3
 3. Eiríkur Ingi Magnússon – 2
 4. Þorsteinn Þór Tryggvason – 2

Fjöldinn allur hefur spilað fyrir knattspyrnufélagið okkar og hafa 3 leikmenn náð þeim merka árangri að komast í 100 leikja klúbbinn. Margir af þessum leikmönnum eru þó ennþá að spila fyrir KF og munu vonandi fleiri bætast í þennan klúbb. Hér fyrir neðan eru 25 leikjahæðstu leikmenn KF(*  þýðir spilandi leikmaður KF 2020)

 1. Halldór Ingvar Guðmundsson – 174 *

  Screenshot 2020-04-20 at 12.05.43

  Halldór Ingvar Guðmundsson

 2. Halldór Logi Hilmarsson – 131
 3. Grétar Áki Bergsson – 127 *
 4. Jakob Auðun Sindrason – 93 *
 5. Hákon Leó Hilmarsson – 86 *
 6. Andri Freyr Sveinsson – 85
 7. Gabríel Reynisson – 79
 8. Kristján Vilhjálmsson – 79
 9. Ljubomir Delic – 74 *
 10. Aksentije Milisic – 69 *
 11. Trausti Örn Þórðarson – 67
 12. Milos Glogovac – 64
 13. Eiríkur Ingi Magnússon – 64
 14. Friðrik Örn Ásgeirsson – 62
 15. Hilmar Símonarson – 59
 16. Valur Reykjalín Þrastarson – 58
 17. Þórður Birgisson – 57
 18. Andri Snær Sævarsson – 56 *
 19. Sævar Þór Fylkisson – 50 *
 20. Kristófer Andri Ólafsson – 49 *
 21. Jakob Hafsteinsson – 45
 22. Alexander Már Þorláksson – 43
 23. Heiðar Gunnólfsson – 43
 24. Agnar Þór Sveinsson – 43
 25. Páll Sindri Einarsson – 42

Þjálfarar meistaraflokks KF hafa verið nokkrir á þessum 10 árum eða 7 talsins. Hér fyrir neðan kemur listi þjálfara meistaraflokks KF.

Lárus Orri Sigurðsson – 66 leikir (2011-2013)
Dragan Stojanovic – 24 leikir (2014)
Jón Aðalsteinn Kristjánsson – 21 leikir (2015) (1 leikur 2016 og 1 leikur 2019)
Jón Stefán Jónsson – 16 leikir (2016)
Þórður Birgisson og Halldór Ingvar Guðmundsson – 5 leikir (2016)
Slobodan Milisic – 81 leikir (2017-  )*

Liðstyrkur fyrir utan landssteinana hefur verið mikilvægur í gegnum árin þó hann hafi nokkrum sinnum þóst misgæfulegur. Frá stofnun Knattspyrnufélags Fjallabyggðar hafa

Screenshot 2020-04-22 at 21.06.58

Nenad, Ægir Ólafsson og Milos

27 útlendingar spilað með KF og eru þeir allstaðar frá í heiminum svosem Serbíu, Frakklandi, Spáni, Nicaragua, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt. Mörg nöfn eru í minnum manna en önnur minna og sá farsælasti mun vera Ljubomir Delic 25 ára(1995) einnig frá Serbíu. Ljubomir kom til KF árið 2017 og hefur hann spilað 74 leiki og skorað í þeim 20 mörk.  Númer 2 er svo Milos Glogovac. Milos er miðvörður frá Serbíu, fæddur 1980 og kom hann til KF 2011 frá Víking Reykjavík. Milos spilaði þrjú tímabil fyrir KF frá árunum 2011-2013 og spilaði hann 63 leiki og skoraði 9 mörk.

Screenshot 2020-04-20 at 17.50.11

Óskar Þórðarson og Þórarinn Eldjárn

Iðkun íþrótta hjá ungu kynslóðinni er mikilvæg og mikilvægt fyrir bæjarfélag eins og Fjallabyggð að gott íþróttastarf sé í boði fyrir öll börn. KF hefur boðið upp á knattspyrnu iðkun fyrir yngri flokka öll sín ár og mun halda áfram í komandi framtíð.
KF hefur haft gott samstarf við Dalvík/Reynir í yngri flokkum og gerir báðum félögum kleift að halda uppi góðu yngri flokka starfi. KF hefur boðið upp á iðkun knattspyrnu frá 8. flokk upp í 2. flokk fyrir bæði stráka og stelpur, þó að sumir flokkar hafi dottið upp fyrir sig. Fjölmargir krakkar fara á mót víðsvegar um landið og etja þar kappi við önnur félög landsins.
Barna-og unglingaráð knattspyrnufélags KF hefur yfirumsjón með starfi yngri flokka félagsins, annast m.a. ráðningar þjálfara í samráði við aðalstjórn og markar stefnu fyrir starfsemi yngri flokka félagsins í knattspyrnu. Barna og unglingaráð KF aðhyllist knattspyrnu- og uppeldisstefnu þar sem félags-, íþrótta- og uppeldisleg markmið eru höfð að leiðarljósi. Í stefnunni er lögð áherslu á ánægju af knattspyrnuiðkun, markvissa áætlanagerð og árangur. Lögð er áhersla á góð tengsl við foreldra iðkenda, vímuvarnir og fjölbreytta félagsstarfsemi í öllum flokkum, m.a. til að vinna gegn brottfalli úr íþróttagreininni.

Í lokin viljum við þakka fyrir alla hjálp og stuðning sem íbúar Fjallabyggðar hafa gefið okkur í öll þessi ár. Einnig á það við öll fyrirtæki sem styrkt hafa okkur í gegnum árin og vonandi getum við öll saman haldið áfram að vaxa og dafna á komandi árum.

Allar ljósmyndir sem fá að njóta sín hér koma frá Guðnýju Ágústsdóttur sem hefur tekið óteljandi myndir af öllu knattspyrnufólkinu okkar í gegnum öll þessi ár.
Aðrar heimildir og tölfræði kemur frá vef KSÍ.

ÁFRAM KF

Screenshot 2020-04-20 at 23.24.27

3 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s