Upphitun: Dalvík/Reynir – KF

þann 5. júlí 2018 fer fram líklega stærsti leikur 3. deildarinnar fram og er það viðureign Dalvík/Reynis – KF. Nágrannaslagur af bestu gerð! KF og Dalvík hafa mæst 19 sinnum frá árinum 2011 samkvæmt KSÍ og hefur KF unnið 10 leiki, 3 leikir hafa farið jafntefli og Dalvík hefur unnið 6.
Á síðasta tímabili mættust þessi lið í 3. deild karla og hafði KF betur í bæði skiptin fyrst á Ólafsfjarðarvelli 3-1 og svo á Dalvík vannst leikurinn 5-2.

Screen Shot 2018-07-03 at 14.15.23

Innbyrðis viðuregnir KF – Dalvík/Reynis


Screen Shot 2018-07-03 at 14.20.33

Úr leik KF-Dalvík/Reynis í fyrstu umferð 3.deildar karla 2017 – Mynd: Guðný Ágústsdóttir

Á þessu tímabili hefur Dalvík byrjað frábærlega á mótinu og sitja þeir í efsta sæti deildarinnar með 6 sigra og 2 töp. Markahlutfall Dalvíkur er þannig að Dalvík hefur skorað 18 mörk og fengið á sig 9 og eru þeir einnig með markahæðsta leikmann deildarinnar hann Nökkva Þeyr Þórisson með 8 mörk, Hann hinsvegar mun ekki spila leikinn gegn KF þar sem hann fékk beint rautt í síðasta leik gegn KH.

KF hefur hinsvegar þurft að sætta sig við vonda byrjun á tímabilinu og sitja þeir í sjöunda sæti deildarinnar með 9 stig með 3 sigra og 5 töp. Markahlutfall KF er þannig að KF hefur skorað 7 mörk og fengið á sig 11. Markahæðsti leikmaður KF er Ljubamir Delic með 3 mörk.

Screen Shot 2018-07-03 at 14.15.39

Staðan í 3. deild karla eftir 8 umferðir

Dalvík/Reynir – KF fer fram á fimmtudaginn næstkomandi klukkan 19:15 og má búast við nágrannaslag af bestu gerð og er þetta svokallaður 6 stiga leikur fyrir bæði lið þar sem KF getur slitið sig frá botnbaráttunni með sigri og Dalvík/Reynir komið sér í þæginlega stöðu á toppi deildarinnar.
Við hvetjum alla stuðningsmenn KF að skella sér til Dalvíkur og fylla stúkuna og hvetja okkar menn til sigurs.

ÁFRAM KF !!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s