Markalaust jafntefli á Dalvík

KF heimsótti Dalvík/Reyni í gærkvöldi á Dalvík í 3. deild karla. Mikil spenna var fyrir þennan leik og var frábær mæting á völlinn og ennþá betri stemming. Það var ekkert gefið í þessum leik og byggðist þessi leikur á mikilli baráttu og hörku. Bæði lið létu finna vel fyrir sér
Screen Shot 2018-07-06 at 20.06.54

Í fyrri hálfleik var KF með vindinn í baki og héldu þeir boltanum vel án þess þó að fá nein alemnnileg marktækifæri og staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks þá fá Dalvíkingar vítaspyrnu, en spyrnuna tók Snorri Eldjárn Hauksson, en Halldór Ingvar gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna frábærlega, þetta var annað vítið sem Halldór ver í sumar! algjör vítabani þessi drengur. Ekki mikið gerðist eftir vítið nema Dalvík átti sláarskot í lok leiks og Leiknum lauk svo með 0-0 jafntefli og við virðum stigið að sjálfsögðu.

Þetta var fyrsta jafnteflið á Íslandsmótinu hjá KF síðan í leik gegn Völsungi í 2. deildinni árið 2016, þann 23. september.

Eftir þennan leik er KF komið með 10 stig eftir 9 leiki og er í 7. sæti. Dalvík er áfram á toppi deildarinnar.

Guðný lét sig ekki vanta á leiknum og tók hún margar glæsilegar myndir að vana og má sjá þér Hér

Næsti leikur er svo gegn KFG á Ólafsfjarðarvelli 14. júlí

ÁFRAM KF

Screen Shot 2018-07-06 at 20.06.31

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s