KF burstaði KFG á Ólafsfjarðarvelli

KF og KFG mættust í gær á blautum Ólafsfjarðarvelli en fínasta veðri. Fyrirfram var búist við erfiðum leik, og byrjaði það alls ekki vel þar sem KFG skoraði strax á 3. mínútu leiksins. Eftir rúman hálftíma svöruðu KF strákarnir þessari góðu byrjun KFG með tveimur mörkum, Jakob Auðun skoraði á 37. mínútu og jafnaði leikinn í 1-1. Aðeins tveimur mínútum síðar skorar KF aftur með marki frá Aksentije Milisic. og stóðu leikar þannig í hálfleik.

Seinni hálfleikur fer af stað og er jafnræði með liðunum og á 59. mínútu jafna KFG menn í 2-2, en þá átti stórkostlegur kafli KF að fara í gang. Björn Andri Ingólfsson sem er lánsmaður frá Magna Grenivík gerir fjögur mörk, það fyrsta kom á 67. mínútu og kemst KF í 3-2, aðeins fjórum mínútum síðar gerir Björn Andri sitt annað mark, og staðan orðin 4-2 og tæplega 20 mínútur eftir. Á 82. mínútu skorar Björn aftur, og staðan 5-2 og í uppbótartíma gerir Björn Andri sitt fjórða mark og innsiglar 6-2 sigur hjá KF! Hreint út sagt frábær leikur.

Fyrir þennan leik var KF einungis búnir að skora 7 mörk fyrir þennan leik og bættu þeir við 6 mörkum í pokann á einu bretti. KF lyftir sér upp í 7unda sæti deildarinnar með 13 stig.

Myndir úr leiknum má sjá HÉR En það var að sjálfsögðu Guðný sem var á myndavélinni.

Næsti leikur er gegn Augnablik í fagralundi þann 21. júlí næatkomandi.

ÁFRAM KF
Screen Shot 2018-07-15 at 18.27.42.png

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s