Heimir Ingi Gretarsson tekur skónna af Hillunni(STAÐFEST)

Góður 3-1 sigur í kvöld gegn Einherja, einnig fengum við aðrar frábærar fréttir til að hafa með okkur inn í helgina, Það bættist við nýr/gamall leikmaður í hópinn hjá KF sem flestir ættu að kannast við.

Screen Shot 2018-07-26 at 22.53.18

THE COMEBACK IS ON! mynd: Guðný Ágústsdóttir

Heimir Ingi Gretarsson var óvænt mættur í hóp hjá KF gegn KFG þann 14. júlí og fékk hann þar 5 mínútur og stóð hann sig með prýði. Eftir þann leik ákvað Heimir að taka skónna af hillunni eftir að hafa lagt þá hilluna frægu árið 2016 vegna meiðsla. Í kvöld skrifaði Heimir undir samning hjá KF og hefur hann ákveðið að taka slaginn með KF út tímabilið.

Heimir Ingi er fæddur 1996 og er hann Sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað út á kanti, inná miðju og sem framherji. Heimir hefur alltaf spilað undir merkjum Leiftur og KF upp alla yngri flokka og spilaði hann sína fyrstu meistaraflokks leiki með KF 2013 í 1. deildinni. Heimir mun koma til með að styrkja hópinn mikið, þar sem að hann er líkamlega sterkur og mjög yfirvegaður leikmaður.

Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til KF og hlökkum við að sjá hann í næstu leikjum.

HE’S COMING HOME

ÁFRAM KF

37865666_10156737750136155_9115693646216167424_n.jpg

Heimir við undirskriftina í kvöld

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s