Skallagrímur – KF // UPPHITUN

Þá er komið að 4. umferð í 3. deild karla 2019. Nú er það þriðja ferðalag sumarsins og er ferðinni heitið til Borgarness þar sem KF mætir nýliðunum Skallagrím á Skallagrímsvelli.

KF og Skallagrímur eiga ekki langa sögu gegn hvort öðru þó svo að KS og Leiftur hafi mætt Skallagrím nokkuð oft í gegnum tíðina. KF spilaði sinn fyrsta leik gegn Skallagrím í vetur í lengjubikarnum þar sem að KF sigraði nokkuð örugglega 2-0.

Screen Shot 2019-05-23 at 20.01.30.png

KF fagnar marki gegn KH í síðasta leik – Mynd: GuðnýÁg

KF hefur byrjað tímabilið frábærlega og er liðið með 7 stig af 9 mögulegum og sitja þeir í öðru sæti deildarinnar. KF sigraði KH 5-1 í síðasta leik á Ólafsfjarðarvelli Þar sem liðið spilaði flottan fótbolta eins og í öllum leikjum sínum hingað til.

Skallagrímur lenti í 2. sæti í sínum riðli í 4. deildinni í fyrra og komu þeir öllum á óvart þegar að liðið kom sér alla leið í úrslit í úrslitakeppninni þar sem liðið tapaði en 2. sæti tryggt og sæti í 3. deildinni klárt. Skallagrímur byrjaði tímabilið í ár sterkt með 2-1 sigri á Einherja en hafa þeir tapað hinum 2 leikjunum óþæginlega stórt og sitja þeir í 9. sæti deildarinnar með 3 stig.

Það er ekkert gefið í þessu og verður þetta hörku leikur þar sem bæði lið eru í leit að mikilvægum stigum fyrir framhaldið. Leikurinn er á Laugardaginn 25. maí klukkan 16:00 og er spilað á frábærum Skallagrímsvelli í Borgarnes. Við hvetjum alla stuðningsmenn okkar á suðurlandinu að skella sér á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs!

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

4.umferð.png

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s