16. umferð – Sindri – KF

Stuttu fríi lokið eftir verlsunarmannahelgi þar sem okkar menn hlóðu batteríin og eru klárir í slaginn aftur.

Screen Shot 2019-06-14 at 19.31.45

Mynd: GuðnýÁg

16. umferð 3. deild karla hefst á laugardaginn hjá okkar mönnum þegar við heimsækjum Sindra frá Höfn. Ferðalagið er langt og strembið og verður því farið á Föstudeginum og gist á Djúpavogi til þess að stytta ferðalagið og þétta hópinn saman. Leikurinn hefst svo á laugardaginn klukkan 16:00.

KF hefur átt frábært tímbil hingað til og eru engin plön á að breyta því, en KF er í 2. sæti með 35 stig, 11 sigra 2 jafntefli og 2 töp. 6 stig eru í 3. sæti þar sem KV er og aðeins 3 stig í 1. sætið þar sem Kórdrengir eru. KF vann stórsigur í síðasta leik gegn Skallagrím og enduðu leikar þar 8-1.

Sindri siglir lygnan sjó í 8. sæti með 18 stig. Sindri náði loks í sigur í síðasta leik gegn Augnablik 2-3 en fyrir það var liðið ekki búið að vinna fimm leiki í röð.

Fyrri leikur liðanna var æsispennandi þar sem KF komst yfir snemma leiks en Sindri jafnaði á 70 mínútu en á loka sekúndum leiksins náði KF inn sigurmarki og vann 2-1.

Leikurinn hefst á Laugardaginn 10. ágúst klukkan 16:00 á Sindravelli. Við hvetjum fólk til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs.

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s