KF – KV, 6 stiga leikur í Fjallabyggð

þá er komið að 17. umferð 3.deild karla og á KF heimaleik gegn sterku liði KV. Liðin mættust fyrr í sumar á KR- velli og vann KV þar 2-1 sigur.

Screen Shot 2019-08-16 at 21.38.06.png

úr leik KF – KV í fyrra – Mynd:GuðnýÁg

KV byrjaði mótið frábærlega og var liðið í toppsætinu lengi vel en þegar líða fór á sumarið fór aðeins að halla af fæti og náði liðið ekki sigri í 5 leikjum í röð. KV er hinsvegar í 3. sæti deildarinnar 6 stigum á eftir KF og 10 stigum eftir Kórdrengjum. Í síðustu umferð vann KV þæginlegan 4-1 sigur á Augnablik.

KF hefur eins og oft hefur komið fram verið mjög sterkt í allt sumar og hefur stigasöfnunin verið virkilega góð og er KF með 38 stig eftir 16 umferðir 4 stigum á eftir Kórdrengjum sem hafa leikið nú þegar í þessari umferð og getur því KF minnkað forskotið niður í 1 stig. KF vann algjörann iðnaðar sigur á Höfn síðustu helgi þegar liðið vann Sindra 1-2 með marki á lokamínútu leiksins.

Þetta verður baráttu leikur þar sem bæði lið eru með mikið undir fyrir komandi toppbaráttu. Leikurinn hefst klukkan 15:00, 17. ágúst  á staðartíma. Við hvetjum ALLA stuðningsmenn KF að mæta á leikinn og hvetja liðið til sigurs.

EINN FYRIR ALLA OG ALLIR FYRIR EINN

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

17. umferð.png

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s