Egilstaðir næsti áfangastaður

Nú er heldur betur farið að styttast í lokin á 3. deildinni og fer 18. umferð fram hjá KF um helgina. Nú er það ferðalag austur á Egilstaði þar sem Höttur/Huginn tekur á móti okkur.
Höttur og Huginn sameinuðust eftir að bæði lið féllu úr 2. deild í fyrra og hafa þeir ekki

DAMAK – Mynd: GuðnýÁg
staðist undir væntingum hjá sérfræðingum en þeim var spáð 3. sæti fyrir mót enda mjög sterkt lið. H/H hefur ekki náð sér á strik í sumar og hefur fallbarátta verið fyrir austan í allt sumar. Þeir hinsvegar hafa náð í góð úrslit í síðustu tveimur leikjum og unnið þá báða 4-1 og eru komnir 5 stigum frá falli.
KF hefur hinsvegar, eins og oft hefur verið skrifað hér átt frábært tímabil og er liðið í 2. sæti deildarinnar og er í bullandi baráttu um 1. sætið við Kórdrengi sem tróna á toppnum. Kórdrengir, KV og vængir júpíters sem eru í baráttu við KF hafa öll spilað sína leiki í þessari umferð og unnu þau öll sína leiki. því eru KF með 6 stiga forskot á KV sem eru í 3. sæti og 4 stigum á eftir Kórdrengjum í 1.sæti, en KF á leik til góða á þessi lið.
Leikurinn gegn H/H fer fram á hinum víðsfræga Vilhjálmsvelli laugardaginn 24. Ágúst klukkan 16:00. Vitað er um marga stuðningsmenn KF sem ætla fjölmenna á völlinn og styðja okkar stráka til sigurs!
EINN FYRIR ALLA OG ALLIR FYRIR EINN
ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF