KF – Kórdrengir // Stórleikur í íslenskum fótbolta!

Um helgina fara fram fullt af fótboltaleikjum um allan heim, en sá sem er mest talað um er leikur KF gegn Kórdrengjum sem fer fram á Ólafsfjarðarvelli laugardaginn 31. ágúst klukkan 16:00. Bæði lið berjast um 1. sæti deildarinnar, en aðeins 1 stig skilur liðin af fyrir þessa umferð.

Kórdrengir eru með eitt best mannaða lið landsins en liðið er samansett af leikmönnum

Screen Shot 2019-08-30 at 13.58.06.png

Mynd:GuðnýÁg

sem hafa verið í fremstu röðum í íslenskum fótbolta undanfarin ár. Kórdrengir eru á sýnu fyrsta tímabili í 3. deildinni og hefur sumarið verið frábært og liðið aðeins tapað einum leik, en það var einmitt gegn okkar mönnum í KF þann 22. júní þar sem KF vann frækinn 1-2 sigur. Kórdrengir eru í 1. sæti með 45 stig með 14 sigra, 3 jafntefli og 1 tap.

KF voru ekki hátt settir fyrir tímabilið af sérfræðingum en komið kannski flestum á óvart í sumar. Slobodan Milisic þjálfari KF hefur byggt upp frábært lið undanfarin ár mest af heimamönnum og lánsmönnum frá Akureyri og nærsveitum. KF hefur átt frábært sumar og fylgir fast á hæla kórdrengja og er KF í 2. sæti með 44 stig, 14 sigra, 2 jafntefli og 2 töp.

Mikil eftirvænting er eftir leiknum á morgun og hvetjum við stuðningsmenn að mæta tímanlega til þess að fá góð sæti.
Stuðningsmannasveit KF verður með upphitun fyrir leik á Hótel brimnes þar sem grillaðir verða hamborgarar og andlitmálning fyrir þá hörðustu. Upphitun hefst klukkan 13:00 og stendur yfir til klukkan 15:30 en þá verður labbað á völlinn til að hvetja KF til sigurs!

EINN FYRIR ALLA OG ALLIR FYRIR EINN

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

19. umferð.png

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s